Ragnhildur vigfúsdóttir

Markþjálfi PCC / Certified Designing Your Life™ Coach / Certified Dare to Lead™ Facilitator / teymisþjálfi / fyrirlesari / ráðgjafi

„Þekktu sjálfan þig“ stóð í musteri véfréttarinnar í Delfí og markþjálfun er góð leið til þess

Stjórnendaefling

Viltu verða betri leiðtogi og stjórnandi? Viltu styrkja teymið?

Markþjálfun

Árangursrík aðferð fyrir einstaklinga, hópa og teymi.

Get ég aðstoðað?

Hvar viltu stíga fram, sjást og vera hugrakkari?

Er ekki tímabært að verða sá eða sú sem til stóð?

Viltu breytingar?

Viltu nýta styrkleika þína?

Viltu ná árangri?

Viltu hanna líf þitt?

Markþjálfun

Fyrir einstaklinga, hópa og teymi

Námskeið

Fyrir vinnustaði, félög og vinahópa

Fyrirlestrar

Til að brjóta upp starfsdaginn, vekja til umhugsunar og létta lund

Fundarstjórn

Góð tímastjórnun, virkir fundarmenn og árangursríkur fundur

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er viðurkennd og árangursrík aðferð sem ég kynntist fyrst á ráðstefnu í Bandaríkjunum 2005. Ég heillaðist strax og lærði markþjálfun um leið og hún var í boði hér á landi. Kjarninn í markþjálfun er að markþeginn búi sjálfur yfir lausninni, hlutverk markþjálfans er að aðstoða hann við að finna hana.

Hverjir ættu að fara í markþjálfun?

Markþjálfun hentar þeim sem vilja breytingar í lífi sínu, eru tilbúnir til að fara út fyrir þægindarammann og víkka sjóndeildarhringinn. Hún hentar einnig fólki sem stendur frammi fyrir breytingum sem það valdi etv ekki sjálft og er lítið spennt fyrir.

Hvar fer markþjálfun fram?

Ég markþjálfa á skrifstofu minni, hjá markþega, gegnum fjarfundarbúnað eða á göngu. Allt eftir því sem hentar viðskiptavininum hverju sinni.

Um hvað er rætt í markþjálfun?

Markþjálfinn er bundinn trúnaði og markþegi ákveður hvað hann vill ræða hverju sinni. Breytingar í lífi og starfi, jafnvægi vinnu og einkalífs, heilsubrestur og endurkoma til vinnu, sjálfsstyrking eða betri samskipti, hugrekki, drifkraftur, sköpun, gleði.

Hvað tól og tæki eru notuð í markþjálfun?

Markþjálfun er samtalstækni og ég nýti líka ýmis verkfæri úr jákvæðri sálfræði og býð upp á styrkleikagreiningu (Strengths Profile).

Hvað með markþjálfun hópa og teyma?

Markþjálfun hentar mjög vel fyrir hópa og teymi. Ég er vottaður teymismarkþjálfi frá  Team Coaching International.

Um mig

Leiðarljós mitt er GLÁS: Þetta eru gildin gleði, leyfi, áskorun og sköpun.

Ég legg rækt við gleðina. Ég geri meira af því sem nærir mig og minna af því sem tærir mig. Ég gef mér leyfi til að vera ófullkomin, nýta það sem mér er gefið og tileinka mér nýja þekkingu. Það er áskorun að vera tilbúin, hætta eilífum undirbúningi og láta verkin tala. Ég nýti sköpunarkraftinn og sköpunargleðina í því sem ég geri.

Þegar ég var barn var ég staðráðin í að bjarga heiminum. Ég er sannfærð um að með því að aðstoða fólk við að hanna líf sitt, þjálfa djarfa leiðtoga og kenna aðferðir til að auka vellíðan þá legg ég mitt af mörkum.

Umsagnir

Ragnhildur er algjörlega frábær kennari, hún kemur efninu svo skemmtilega frá sér og ýtir manni ljúft en örugglega út fyrir þægindarammann.“

Ragnhildur er einstaklega skemmtilegur leiðbeinandi.“

„Þetta var dásamleg kvöldstund sem ég gekk mjög innblásin útaf og hlakka til að nýta mér þessi tól í lífi og starfi.

Taktu fyrsta skrefið og bókaðu tíma

Hefur þú stundum velt því fyrir þér hvort þetta sé allt og sumt? Finnst þér þú jafnvel hafa misst af lestinni? Er kollurinn fullur af hugmyndum en þú veist ekki hvar skal byrja? Hættir þér til að ofhugsa og gera ekki neitt? Ertu að bíða eftir því að vera tilbúin(n)? Að vita hvað þú vilt? Eins og við segjum í Hannaðu líf þitt þá eru svo mörg líf í boði og svo lítill tími. Láttu hið fullkomna ekki verða óvinur hins góða.

Hafðu samband