Fundar- & veislustjórn

Fundir eru ekki verkfæri djöfulsins; þeir eru mikilvægir til að upplýsa, taka ákvarðanir og ræða mál. Þeir þurfa að vera markvissir, vel skipulagðir og vel stjórnað. Ég tek að mér að aðstoða við undirbúning funda og nýt þess að stýra þeim, sérstaklega ef ætlunin er að hafa þá gagnvirka og skemmtilega.

„Ragnhildur hefur stýrt fundum Minjastofnunar af röggsemi og húmor. Hún hefur einstakt lag á að fá fólk til að tjá sig og tímastjórnun hennar er til fyrirmyndar.“

Kristín Huld Sigurðardóttir

forstöðumaður Minjastofnunar

Lóðs

Ég tek að mér að hanna vinnustofur fyrir starfsdaga fyrirtækja og stofnana. Ég nýti meðal annars SEM vinnustofukerfið sem er hannað til að tryggja góðan árangur á fundum/vinnustofum. Aðferðin hentar hvort sem tilgangurinn er stefnumótun, innleiðing stefnu eða gilda, samskiptasáttmáli eða samskipti almennt.

„Ragnhildur aðstoðaði okkur á Akranesi við að undirbúa fyrstu mannauðsstefnu bæjarins árið 2016. Hún nýtti meðal annars SEM vinnustofukerfi sem var alveg frábær aðferð við að velja helstu áskoranir við gerð og eftirfylgni stefnunnar. Ennfremur kom hún að undirbúningi starfsdags sem á fjórða hundrað starfsmönnum var boðið á. Samstarfið við Ragnhildi var mjög gott og ég get mælt eindregið með henni við undirbúning stefnumótunar í mannauðsmálum.“

Regína Ásvaldsdóttir

þá bæjarstjóri á Akranesi

„Ein gagnlegasta vinnustofa sem ég hef sótt, það var svo skýrt hvað við áttum að gera.“

Starfsmaður Landsnets

„Það var mjög mikil ánægja með vinnu Ragnhildar og margir sem höfðu orð á því daginn eftir hvað þeir voru ánægðir með hvernig hún stóð að vinnunni.“

Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg

Veislustjórn

„Ragnhildur sem veislustjóri er ótrúleg. Ég hef verið þrisvar sinnum í veislum sem hún hefur stýrt og skemmt mér ævintýralega. Hún er ótrúlega hugmyndarík og glaðbeitt þar sem gestirnir skemmta sér og gestgjafarnir njóta sín. Ragnhildi tekst að sameina gleði, dirfsku, hlýju, hlátur og virðingu. Hún skynjar stemminguna, tímann og allt gengur upp án áreynslu.“

Auðna Ágústsdóttir

hjúkrunarfræðingur

„Ragnhildur gerði hvílíka lukku sem veislustjóri á Vinkvennakvöldi Soroptimistaklúbbs Kópavogs. Það var mikið hlegið og allir sammála um að þar hefði Ragnhildur slegið tóninn að þeirri gleði sem sveif yfir og allt um kring það kvöldið – Mælum hiklaust með Ragnhildi sem veislustjóra.“

Margrét Halldórsdóttir